29.01.1945
Efri deild: 113. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1760 í B-deild Alþingistíðinda. (4676)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Gísli Jónsson:

Ég tel að vísu, að þetta ákvæði sé í samræmi við þann samning, sem fyrst var gerður um þetta mál. En með því að þeir menn, sem um málið hafa fjallað og bera þessa till. fram, hafa gengið svo langt í brigðmælum út af þeim samningi, sé ég ekki ástæðu til þess að lofa þeim að gera það hér og segi því nei.

Frv., svo breytt. samþ. með 9:6 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: GÍG, HG. KA, LJóh, MJ. BBen, BrB, EE, StgrA.

nei: HermJ, IngP, JJ, PHerm. ÞÞ, GJ. BSt greiddi ekki atkv.

1 þm. (PM) fjarstaddur.

1 þm. gerði grein fyrir atkv. sínu: