20.02.1945
Neðri deild: 133. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1803 í B-deild Alþingistíðinda. (4699)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti. — Ég vil aðeins segja örfá orð í tilefni af þeim ummæaum, sem hafa verið látin falla í garð minnsta launaflokksins, dýralæknanna. og ég vil ekki láta ómótmælt. Þó að málið sé mér skylt, vil ég segja nokkur orð, þó að ekki væri til annars en upplýsinga um þessa merkilegu stétt, sem aldrei hefur fundið náð fyrir augum hv. þm.

Það kom fram í ræðu hv. frsm. meiri hl., að hún lægi máske í gömlum aldaranda þessi venja, að setja þessa vesalings dýralækna hjá. Það kom greinilega fram hjá hv. frsm., að hann taldi, að undirbúningur dýralækna væri miklu minni en mannalækna, ef taka ætti samanburð. En ég vil upplýsa hv. d. um það, að undirbúningur dýralækna er fullt svo mikill sem hjá mannalæknum. Það er heimtað stúdentspróf hjá báðum, hjá öllum skólum í heiminum a.m.k. fimm ára nám upp í sjö ár og jafnframt viðurkennt, að dýralækningar eru örðugri en mannalækningar, — sem skilja má, ef tekinn er samanburður á þeim 10–20 dýrum, sem við eigum að læra um„ en maður er ekki annað en maður. Því liggja menn eins og hráviði við próf. Þegar ég tók próf, var ekki nema helmingur, sem komst í gegn.

Dýralæknar verða að kosta miklu til sín eins og mannalæknar. Nú hefur hv. meiri hl. fjhn. Nd. séð aumur á þessari stétt og hækkað við hana, sett hana einum flokk ofar, svo að hún er nú sambærileg við mannalækna í I. flokks héruðum, og með það er ég ánægður fyrir stétt mína.

Þá vil ég minnast á mína eigin persónu. Yfirdýralækni,r er hækkaður þarna líka, en mér þykir alleinkennilegt, að hann skuli eiga að hafa byrjunarlaun. Til hvers? Hv. n. hefur þó ákveðið yfirhjúkrunarkonu, sem upphaflega var ætlað 6000–8400 kr., 8400 kr. nú þegar. Auðvitað. yfirhjúkrunarkona verður aldrei nema yfirhjúkrunarkona. Þess vegna hefur hún 8400 kr. Hvers vegna má ekki yfirdýralæknirinn hafa það líka?

Skal ég ekki hafa þetta lengra, en vildi benda hv. meiri hl. n. á þessi atriði.