23.02.1945
Neðri deild: 137. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1815 í B-deild Alþingistíðinda. (4710)

113. mál, laun starfsmanna ríkisins

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. — Ég sé ekki til neins að fara að ræða um þetta mál fram og aftur, þar sem fulltrúi flokksins í fjhn. hefur fjallað um málið.

Ég er flm.brtt. á þskj. 1203 um að færa skattstjórann til um einn launaflokk. Ég veit, að hv. þm. er það ljóst, að skattstjórastarfið er eitt af þýðingarmestu störfum í þágu ríkisins, og vænti ég, að hv. þm. fallist á þessa breyt. Ég sé svo ekki ástæðu til að ræða þetta frekar, en legg það á vald hv. þdm.