20.06.1944
Sameinað þing: 36. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í D-deild Alþingistíðinda. (4728)

83. mál, frestun á fundum Alþingis

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Herra forseti. — Ég vil aðeins gera örlitla aths. við ræðu hv. 6. þm. Reykv. Ég vil taka það fram, að ég álít, að orð hans stafi af því, að hann var ekki hér viðstaddur á fundi í gær, en þá var þetta til umr. Þá var það mjög kannað hér, hvenær Alþ. skyldi í síðasta lagi koma saman aftur og hvort það skyldi ekki verða í síðasta lagi 15. sept. n.k. Hefur ríkisstj. gert till. sínar í samræmi við það, sem þá kom fram.