19.06.1944
Efri deild: 37. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1835 í B-deild Alþingistíðinda. (4766)

82. mál, endurveiting borgararéttinda

Flm. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. — Ég hef ekki mikið að segja um ræðu hv. 3. landsk., en eins og ég hef tekið fram, þá er hér aðeins um heimild að ræða, og matið á því, hvort rétt sé að veita aftur réttindin eða ekki, er ekki vandasamara en mörg önnur mál, sem dómsmrh. verður að ráða fram úr.

Ég veit, að það eru mörg tilfelli, t.d. með bílstjóra, þar sem ekki kemur til mála að veita atvinnuréttindin aftur, en þetta kemur líka mjög hart niður í ýmsum tilfellum. Það er mjög vel viðeigandi að bæta úr því misrétti í sambandi við þessi hátíðahöld, en til þess að það verði hægt, þarf frv. að verða að l. í dag.