14.09.1944
Sameinað þing: 42. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 306 í D-deild Alþingistíðinda. (4783)

116. mál, verðlækkun á vörum innanlands

Forseti (GSv):

Málið er þannig vaxið, að eigi að haldi að koma samþykki Alþingis um það atriði, sem till. fjallar um, þá yrði það að verða á þessum degi. Því til hindrunar tel ég ekki það, sem eðlilegt er, að málinu sé vísað til n. og þá að sjálfsögðu til fjvn. En ég hefði viljað ætlast til þess, að n. gæti séð sér fært undir öllum atvikum að keppa að því að skila áliti nú síðdegis og í síðasta lagi í kvöld, og hef ég því hugsað mér að boða til nýs fundar í sameinuðu Alþingi kl. 9 í kvöld og taka þar á dagskrá þessa till. til síðari umr. Þetta er það, sem ég hef ætlazt fyrir um málið.