28.02.1945
Neðri deild: 140. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1844 í B-deild Alþingistíðinda. (4837)

82. mál, endurveiting borgararéttinda

Garðar Þorsteinsson:

Þegar mál þetta var til 1. og 2. umr. í d., voru haldnir um það nefndarfundir. Var minni hl. með því, en meiri hl. á móti, og það var ekki afgr. þá, áður en þingfrestun fór fram. Það, sem síðan gerðist í málinu, er, að fjhn. þess í Ed. afhendir n. brtt. við frv., sem liggur hér fyrir og meiri hl. n. getur sætt sig við. Nú veit ég um afstöðu dómsmrh., og þar sem málið hefur verið tvisvar hjá allshn., hef ég ekki séð ástæðu til að kalla n. saman á þriðja fundinn, enda hefði hæstv. dómsmrh. getað skrifað n. bréf eða flutt brtt. við frv. Ég vona þess vegna, að hægt sé að afgr. málið hið fyrsta.