28.02.1945
Neðri deild: 140. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1844 í B-deild Alþingistíðinda. (4839)

82. mál, endurveiting borgararéttinda

Forseti (JörB):

Af hálfu minni hl. n. var þess getið, að nál. mundi ekki koma skriflegt, svo að þess er ekki að vænta. Ég ætla, að allshn. standi öll að þessari brtt. að undanskildum hv. 4. þm. Reykv. Nú hefur hæstv. dómsmrh. heyrt svör meiri hl. n., og á ég þó engin tök á því að verða við þeim tilmælum að fresta málinu. Ég get ekki annað en látið atkv. skera úr um afgreiðslu málsins.

Ég get að vísu orðið við tilmælum hæstv. dómsmrh. í þetta sinn, að fresta meðferð málsins, en frekar get ég ekki gert í því, vegna þess að flm. málsins og meiri hl. n. eiga rétt á því, að atkv. gangi um málið.