02.03.1945
Efri deild: 140. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1850 í B-deild Alþingistíðinda. (4902)

82. mál, endurveiting borgararéttinda

Frsm. meiri hl. (Lárus Jóhannesson):

Herra forseti. — Því miður hlustaði ég ekki á alla ræðu hæstv. dómsmrh. Þegar þetta mál kom fyrst fyrir hæstv. Alþ., í júnímánuði sl., þá var hugurinn þannig stemmdur, að menn vildu vera það. sem kallað er góðir. Í því sambandi var það, að gefnar voru almennar náðanir sakamanna. En það sýndi sig, að það var ekki nægilegt að náða, vegna þess, að afleiðingar refsinganna voru missir réttinda, sem ekki var hægt að skapa mönnum aftur á sama hátt og að veita þeim náðun, en æskilegt taldist, að hægt væri að veita þessum mönnum. sem gefnar höfðu verið upp sakir.

Þetta mál fór gegnum þrjár. umr. hér á einum degi. Það fór og gegnum tvær umr. í hv. Nd. á einum degi, en var svo stöðvað.

Ég skal játa það, að viðhorfið er kannske dálítið breytt nú og að þetta, sem átt hefði að koma, um leið og náðunin var veitt þessum mönnum, kemur um seinan. En ég sé enga ástæðu til þess að afturkalla þetta frv. Ég álít, að sú hugsun sé rétt, sem þar kemur fram. Og ég vona, að hæstv. dómsmrh., sem m.a. er kominn í sitt sæti fyrir mitt atkv., geri það að framfylgja því út í yztu æsar.