16.02.1945
Efri deild: 129. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1909 í B-deild Alþingistíðinda. (4940)

257. mál, veltuskattur

Forseti (StgrA):

Hæstv. ríkisstj. óskar eftir að afgreiða þetta mál ekki síðar en fyrir hádegi á morgun. Nú kynni að vera, að sá fundur, sem boðaður hefur verið í Sþ., yrði ekki mjög langur, þannig að hægt væri að halda þessum fundi áfram að honum loknum í kvöld, til þess að sleppa við fund í fyrramálið. Ég mun því sjá, hverju fram vindur um það, og fresta nú þessum fundi að sinni, þangað til að loknum fundi í Sþ. — [Fundarhlé.]