23.02.1945
Neðri deild: 137. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1932 í B-deild Alþingistíðinda. (4969)

257. mál, veltuskattur

Sigurður Kristjánsson:

Ég hefði að sönnu talið, að það mundi vera auðveldara að innheimta þennan skatt miðað við árið 1944, og ég býst við, að ég hefði verið með því, ef frv. hefði fyrst komið fram í þessari d., en ég sé, að úrslit málsins eru þannig í Ed., að þar er stórkostlegur meiri hl. með frv. eins og það er, og ég sé ekki fært að stofna til þrætu milli d. að ástæðulausu og segi því nei.

Brtt. 1191,2–4 teknar aftur.

1. gr. samþ. með 14:9 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: GÞ, GTh, JakM, JJós, JPálm, LJós, ÓTh, SigfS, SB, SG, SEH, SK, STh, ÞG.

nei: EystJ, HelgJ, PZ, PÞ, SÞ, SkG; SvbH, BÁ, JörB.

EmJ, IngJ, HarG, PO, BG greiddu ekki atkv.

7 þm. (FJ, GG, GSv, SÁÓ, ÁkJ, ÁÁ, EOl) fjarstaddir.

1 þm. gerði grein fyrir atkv. sínu: