28.02.1945
Neðri deild: 140. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1952 í B-deild Alþingistíðinda. (4980)

257. mál, veltuskattur

Frsm. minni hl. (Skúli Guðmundsson):

Herra forseti. — Það er aðeins örstutt athugasemd, sem ég ætla að gera út af orðum hæstv. fjmrh. um nál. mitt á þskj. 1197. Hann talaði um tolla, en í nál. mínu er bent á, að hér sé tekin upp ný aðferð við innheimtu skatta. En það er kunnugt, að í lagamáli okkar er gerður greinarmunur á sköttum og tollum.

Það, sem ég sagði, var, að þessi skattur verkaði sem tollur, og fékk ég það staðfest betur í ræðu hæstv. ráðh.