16.10.1944
Sameinað þing: 55. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 342 í D-deild Alþingistíðinda. (5005)

142. mál, rafveitulán fyrir Keflavíkurhrepp, Njarðvíkurhrepp og Grenjaðarstaða- og Múlahverfi

Frsm. (Pétur Ottesen):

Fjvn. hefur ekki rætt brtt. hv. þm. S.-Þ. Hann gat þess þó í n., að hann mundi flytja slíka till. sem varatill. eða brtt. við aðaltill. og skýrði frá, hvað í till. fælist. En n. hefur ekki tekið neina ákvörðun um till., en ég get sagt það sem mína persónulegu skoðun, að ég álít sanngjarnt, að slík till. sem þessi verði samþykkt. Þarna er um að ræða alveg sérstaka aðstöðu til hagnýtingar á rafmagni frá Laxárvirkjuninni. Þarna er um marga sveitabæi að ræða, og þegar það er athugað, hvað kostar að framkvæma útfærslu rafmagnsins yfirleitt og hvað hér er um litla upphæð að ræða, þá má telja mjög réttmætt, að brtt. þessi verði samþ.