01.03.1945
Neðri deild: 141. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1963 í B-deild Alþingistíðinda. (5082)

254. mál, fasteignamat

Frsm. (Jón Pálmason):

Herra forseti. — Það var rétt í þessu verið að útbýta nýrri brtt. frá fjhn. Það er sáttatill. flutt að tilhlutun hæstv. fjmrh. og er um að koma á samræmi milli aðalmata. Þessi till. fullnægir báðum þeim sjónarmiðum, sem fram hafa komið, og verða því brtt. okkar hv. þm. V.-Húnv. á þskj. 1208 og 1209 teknar til baka, verði þessi till. samþ. Hins vegar er ekki tekin til baka brtt. á þskj. 1210, og vil ég mælast til þess við hæstv. forseta, að hún komi til atkv., hversu sem atkv. falla um hina till.

Ég vænti svo, að hv. þdm. hafi áttað sig á þessu, og vona, að þeir láti málið fá fljóta afgreiðslu.