01.03.1945
Neðri deild: 141. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1964 í B-deild Alþingistíðinda. (5097)

254. mál, fasteignamat

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Hæstv. fjmrh. var hér ekki viðstaddur, þegar ég talaði um 8. gr. þessa frv., en hún hljóðar svo:

„Að loknu hverju aðalmati skal fjármálaráðuneytið svo fljótt sem við verður komið gefa út sundurliðaða skrá yfir matsverð allra fasteigna í landinu.

Skal bókin löggilt af fjármálaráðherra og send ókeypis öllum þeim mönnum og stofnunum, sem fá stjórnartíðindi án endurgjalds.“

Þetta benti ég á, að hefði ekki verið gert. Og ég spurði, hvort ráðuneytið vildi halda við ákvæði, sem það sér sér ekki fært að uppfylla. Nú er hæstv. ráðh. viðstaddur, og vil ég spyrja hann að þessu og fá upplýst, hvers vegna þeim er ekki send bókin, sem hana eiga að fá samkvæmt gildandi lögum og hafa krafizt hennar sumir hverjir, en verið synjað.