20.11.1944
Sameinað þing: 66. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 379 í D-deild Alþingistíðinda. (5107)

127. mál, landhelgisgæzla og björgunarstarfsemi

Stefán Jóh. Stefánsson:

Herra forseti. — Ég vil gefa þá skýringu út af till. minni eða áliti, að í því lá ekki umkvörtun eða vantrú á forstjóra Skipaútgerðarinnar, og get ég þess vegna fallizt á það, sem hv. frsm. sagði um þetta. Hitt er vitað, að slysavarnamálin eru og verða umfangsmikil, en forstjóri Skipaútgerðarinnar hins vegar störfum hlaðinn. Þess vegna kom ég með þetta, en auðvitað heyrir þetta undir framkvæmdarvaldið, eins og kom réttilega fram hjá hæstv. dómsmrh.