03.10.1944
Sameinað þing: 50. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 432 í D-deild Alþingistíðinda. (5167)

146. mál, húsnæði fyrir geðveikt fólk

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Herra forseti. Því miður get ég ekki svarað þessari fyrirspurn svo glögglega sem skyldi, en ég hygg, að sé þarna sjúkrahús, þá sé það brezkt, og þá væri það fyrir utan þau kaup, sem ríkisstj. gerði við setuliðið í sumar, því að það voru aðeins amerískar eignir, sem voru í þeim kaupum.

Ég játa, að í þeim viðræðum, sem ég hef átt við landlækni og geðveikralækni um þessi mál, þá hefur það aldrei komið til tals að nota sjúkrahúsið í Kaldaðarnesi, en hvort það hefur fylgt með í kaupum ríkisstj. á eignum setuliðsins, er mér ekki fullkunnugt um, en ég hygg þó, að svo hafi ekki verið.