24.11.1944
Sameinað þing: 67. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 450 í D-deild Alþingistíðinda. (5185)

146. mál, húsnæði fyrir geðveikt fólk

Frsm. (Gísli Jónsson):

Ég vil aðeins þakka hæstv. félmrh. þessar undirtektir. Þetta er það, sem allshn. óskaði eftir, að gert væri, og ég skil, að hann hefur fullan vilja á að uppfylla þær óskir. Það, sem hann sagði um mþn., er á misskilningi byggt. Hún gerði sér fyllilega ljóst, að ekki ætti að auka húsrúm á Kleppi, vegna þess hve þar er þegar komið margt í kring, jafnvel þótt aldrei komi þar hin ráðgerða skipasmíðastöð.