30.11.1944
Sameinað þing: 68. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 452 í D-deild Alþingistíðinda. (5191)

146. mál, húsnæði fyrir geðveikt fólk

Jónas Jónsson:

Ég ætla aðeins að gera aths. út af ræðu hv. þm. Barð. Það sýnist eins og sú ágæta n., sem hann stýrir af miklum dugnaði í þessu máli, en þó ekki nógum dugnaði til þess að hafa getað náð nokkrum árangri í því, geri ekkert annað en velta vöngum hér á Alþ. yfir því, að það þurfi eitthvað að gera í þessu máli. Síðan 1928 hefur ekkert verið gert í málinu nema ein óhagkvæm viðbót á Kleppi, og með sama áframhaldi gæti orðið dálítið langt þangað til þessi rannsókn yrði gerð. Þess vegna lít ég á ræðu hv. þm. Barð. svo sem það eigi ekkert að gera í málinu, heldur eigi vangavelturnar að halda áfram og erfiðleikar þeirra manna, sem að þessu máli standa.