15.12.1944
Sameinað þing: 76. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 483 í D-deild Alþingistíðinda. (5322)

215. mál, framkvæmdir á Rafnseyri

Flm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Aðalefni þessa máls er þegar afgr. við 2. umr. fjárl., þegar samþ. var að veita 10 þús. kr. til framkvæmda á Rafnseyri, og á það að vera fyrsta greiðsla af þremur. Í grg. till. segir, hver sé tilgangur hennar, og hirði ég ekki að fara mörgum orðum að svo stöddu um þær framkvæmdir, sem hátíðarn. lýðveldisins hefur athugað og langar til að gerðar verði, og hefur hátíðarn. þótt rétt að leggja til, að sérstök n. yrði skipuð til þess að sjá um samstarf og samtök við þessi störf. Þessa n. hefði að vísu mátt skipa af ríkisstj. án þáltill., en þó þótti mér réttara að gera um þetta þáltill.

Ég sé svo ekki ástæðu til þess að eyða fleiri orðum um þetta nema tilefni gefist til. En ég óska að málinu verði, að lokinni þessari umr., vísað til hv. allshn.