15.12.1944
Sameinað þing: 76. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 487 í D-deild Alþingistíðinda. (5326)

215. mál, framkvæmdir á Rafnseyri

Gísli Jónsson:

Ég vil í tilefni af till. hv. 7. þm. Reykv. minna á, hvort ekki sé heppilegra að bera hana fram sem brtt. við fjárl., því að mér finnst, að hún eigi frekar þar heima sem skilyrði við fjárveitinguna. Ég vil benda á þetta nú, áður en gengið er til atkv. um till., þar sem hv. flm. gæti þá tekið hana aftur og borið hana síðan fram í fjvn. í stað þess að láta hana fara ti1 allshn.

Að öðru leyti skal ég benda hv. 7. þm. Reykv. á það vegna vanþekkingar hans, að hvergi hafa betri námsmenn komið fram en einmitt úr Ketildölum til að vera í heimavist hjá prestinum á Rafnseyri, og ekki hafa komið meiri vísindamenn og stórmenni frá neinum stað á Íslandi en einmitt úr Arnarfirði.