15.01.1945
Sameinað þing: 83. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 488 í D-deild Alþingistíðinda. (5332)

215. mál, framkvæmdir á Rafnseyri

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Dagskránni lauk, og þessi viðureign er kunn, enda ber ræða síðasta hv. þm. með sér, að hann er almennt á móti þessu máli, eins og þegar fjárveitingin var samþ. Um það þurfti engar nýjar upplýsingar. En þegar hæstv. Alþ. er einu sinni búið að afgreiða eitt mál, er ekki hægt að koma aftur og aftur og segja, að það sé ótilhlýðilegt af Alþ. að gera ekki um það samþ. æ ofan í æ, hvað gera skuli. Eins og tekið er fram í till., skulu sóknarnefndin í Auðkúluhreppi og skólanefndir í Arnarfirði hafa samstarf við hina væntanlegu n., og er ekkert einkennilegt, þó að í n. eigi sæti menn tilnefndir af sýslunefndum Vestur-Ísafjarðarsýslu og Vestur-Barðastrandarsýslu, þar sem ætlazt er til samkv. till., að Jóns Sigurðssonar sé minnzt á þessum stað með héraðsframkvæmdum, sem ætlaðar eru til framfara og menningar viðkomandi héruðum.

Hv. fjvn. gerði enga „klásúlu“, og var það af því, að meiri hl. hennar mun ekki hafa ætlað sér slíkt, og því er það nú, að þessi „klásúla“ kemur frá þeim stað, sem ekki skyldi verið hafa. Till. þessi kemur fram of seint og er til þess gerð að eyða þessu máli.