14.11.1944
Efri deild: 66. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 286 í B-deild Alþingistíðinda. (536)

70. mál, heilsuverndarstöðvar

Gísli Jónsson:

Ég vildi aðeins gera þá fyrirspurn til hv. 3. landsk., hvort heilbr.- og félmn. vildi ekki taka til athugunar, þótt hún hafi nú skilað nál., að breyta 1. gr. þannig, að í staðinn fyrir „í kaupstað hverjum“ komi: í hverju læknishéraði. — Mér finnst þetta eðlileg breyt., sérstaklega með tilliti til þess, að í gr. stendur: „nema ráðherra veiti undanþágu frá þeirri skyldu“. Þá þyrfti einnig að breyta 5. gr. til samræmingar, en eins og málum nú er komið, finnst mér eðlilegt, að þessi skylda gangi jafnt yfir öll læknishéruð landsins.