24.01.1945
Sameinað þing: 87. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 541 í D-deild Alþingistíðinda. (5410)

192. mál, rafveitulán fyrir Sauðárkrókshrepp

Gísli Jónsson:

Ég vil aðeins þakka fyrir þær upplýsingar, sem ég hef fengið í þessu máli frá hv. fjvnm. En ég vil benda á það, að með slíkri afgr. eins og þessarar ábyrgðarheimildar er gengið framhjá því meginatriði, sem mþn. í raforkumálum byggir á, því að þegar búið er að samþ. ábyrgð fyrir þessa staði, dettur engum í hug að taka þetta aftur af þessum héruðum, ef þau standa við sínar skuldbindingar. En með því að fara inn á þessa braut er því slegið föstu, að þau héruð, sem treysta sér sjálf til þess að reisa rafveitu með 85% ríkisábyrgð, þau hafi einnig allan ágóða af því og þá fyrst verða raflýstir beztu staðirnir, en hinir látnir sitja á hakanum.

Ég vil benda hv. 1. þm. Rang. á það, að þetta er stefnan, sem hv. fjvn. markar í þessum málum á þessu þingi.