16.06.1944
Sameinað þing: 33. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1971 í B-deild Alþingistíðinda. (5422)

Gildistaka lýðveldisstjórnarskrár og forsetakjör

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Sem afleiðing af þeirri þingsályktun, sem gerð hefur verið, hefur ríkisstjóri gefið út svo hljóðandi bréf:

„Ríkisstjóri Íslands gerir kunnugt: Að ég hef ákveðið samkv. 32. gr. stjórnarskrárinnar, að Alþingi skuli koma saman á Þingvöllum laugardaginn 17. júní 1944.

Ritað í Reykjavík 14. júní 1944.

Sveinn Björnsson.“

Samkv. þessu bréfi lýsi ég því yfir, að næsti fundur í sameinuðu þingi verður haldinn á

Þingvöllum.