17.06.1944
Sameinað þing: 34. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1972 í B-deild Alþingistíðinda. (5433)

Gildistaka lýðveldisstjórnarskrár og forsetakjör

forseti (GSv):

Verður þá gengið til dagskrár og tekið fyrir fyrra málið, sem er:

Yfirlýsing forseta um gildistöku stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.

Þingsályktun, afgreidd af Alþingi þann 16. júní þ. á., hljóðar svo:

„Alþingi ályktar, með tilvísun til 81. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og þar sem skilyrðum sömu greinar um atkvæðagreiðslu allra kosningabærra manna í landinu er fullnægt, að stjórnarskráin gangi í gildi laugardaginn 17. júní 1944; þegar forseti sameinaðs Alþingis lýsir yfir því á fundi í Alþingi.“

Nú verður hlé í nokkrar mínútur.

[Kl. 2 hringdi forseti bjöllu, og þingheimur reis úr sætum.]

Samkvæmt því, sem nú hefur greint verið, lýsi ég yfir því, að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er gengin í gildi.

[Forseti hringdi bjöllu. Þjóðfáni Íslendinga var dreginn að hún. Kirkjuklukkum hringt í 2 mínútur. Síðan almenn þögn eina mínútu. Að því loknu var þjóðsöngurinn leikinn og sunginn. Því næst hringdi forseti, og þingheimur settist.]