20.10.1944
Sameinað þing: 59. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 548 í D-deild Alþingistíðinda. (5447)

169. mál, kaup á efni í Reykjanesrafveituna

Kristinn Andrésson:

Ég flyt hér ásamt hv. 2. þm. Árn. brtt. á þskj. 459, sem felur í sér að gera þessa till. víðtækari en hún er. Málið hefur verið rætt svo á fyrri þingum, að ástæðulaust er að rekja það nú eða lýsa þörf manna og áhuga á, að framkvæmdir dragist ekki lengur en nauðsyn ber til. Það hlýtur að vera öllum ljóst, að ekki er hægt að láta nægja að afgreiða till. eins þrönga og hún er. Við leggjum til, að heimildin nái til efnis í rafveitur til þessara staða: Eyrarbakka, Stokkseyrar, Selfoss, Hveragerðis og Suðurnesja, Húsavíkur og Reykjahverfis. Á öllum þessum stöðum liggja fyrir fullkomnar áætlanir um rafveitur. Ef möguleikar verða á að útvega efni í Ameríku til að gera þessar rafveitur, þarf heimildin að vera fyrir hendi, og hv. þm. munu ekki eiga auðvelt með að gera upp á milli þessara staða. Málinu mun verða vísað til fjvn. ásamt brtt.

Ég gæti eiginlega fallizt á, að ekki yrði tiltekió um ákveðna staði, heldur aðeins framlengd sú heimild, sem í gildi var frá s. l. hausti um kaup á efní í rafveitur. Ef það yrði ofan á, gætum við tekið brtt. okkar aftur. Hitt væri ófært, ef efni fengíst í rafveitur til allra þessara staða, að ríklsstj. hefði ekki heimild til að kaupa það,

Ég vil loks geta þess, að ég verð að bera fram skrifl. brtt. um, að fyrirsögn till. breytist til samræmis við þá breyt., sem lagt er til á þskj. 459.