16.01.1945
Sameinað þing: 84. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2016 í B-deild Alþingistíðinda. (5563)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

forsrh. (Ólafur Thors):

Herra forseti. — Ég hef leitað eftir því við hæstv. forseta, hvort ekki væri unnt að fresta að taka svo mörg mál á dagskrá sem hér liggja fyrir. Ég viðurkenni fúslega, að þörf er á að ræða þessi mál, en hins vegar eru mörg mál, sem ræða þarf í deildum, áður en hægt er að slíta þingi. Ég hygg því, að heppilegast sé að halda nú deildarfundi fyrst, en síðan langa fundi í Sþ. að þeim loknum. Alþ. hefur nú staðið óhóflega lengi, og þar eð ég veit vilja forseta og alls þingsheims í þessum efnum, tel ég þetta eðlilegasta lausn þessa máls.