25.01.1945
Efri deild: 110. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2017 í B-deild Alþingistíðinda. (5566)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Páll Hermannsson:

Herra forseti. — Ég vildi gjarnan vekja athygli hæstv. forseta á því, að fyrir þrem vikum, eða 4. jan., var útbýtt nál. frá minni hl. landbn. um frv. til l. um áburðarverksmiðju ríkisins. Sömuleiðis var 18. jan. útbýtt nál. minni hl. sömu n. um frv. til l. um breyt á jarðræktarl. Álit hefur ekki komið frá meiri hl. Nú vildi ég mælast til þess, að hæstv. forseti taki þessi mál á dagskrá hið fyrsta. Þetta eru hvort tveggja merk mál og hafa fengið afgreiðslu í Nd. og í n. Vona ég, að hæstv. forseti láti ekki dragast, að þessi mál verði tekin á dagskrá innan skamms, jafnvel þótt ekki komi prentað álit frá meiri hl. Það fer að líða að þingslitum, og þess vegna fer að verða hver síðastur, að málin fái afgreiðslu á þessu þingi.