25.01.1945
Efri deild: 110. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2018 í B-deild Alþingistíðinda. (5567)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Eiríkur Einarsson:

Ég er meðal þeirra manna í landbn., sem er ekki skrifaður undir það nál., sem fram er komið og hv. fyrri þm. N.--M. minntist á. Mér finnst ekki nema eðlilegt, að hann hafi orð á þessu. Það hefur hver áhuga fyrir sínum málstað, og skal ég láta þess getið víð hæstv. forseta, að ég hef ekkert á móti því, að málið sé sett á dagskrá og tekið til umr. Við erum 3 í meiri hl. og getum ekki fallizt á þá till., sem minni hl. ber fram. Og það verður alveg að ráðast, hvort prentað nál. verður komið frá meiri hl., þegar málið verður tekið fyrir. Ég fyrir mitt leyti geri það ekki að neinu skilyrði, mun þá alveg eins svara í umr. eða með rökst. dagskrá, eftir því sem mér þætti hentugra. Svo að frá minni hálfu er ekkert því til fyrirstöðu, að þessi mál séu tekin á dagskrá.