14.09.1944
Sameinað þing: 41. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2019 í B-deild Alþingistíðinda. (5579)

Landbúnaðarvísitala og kjötverð

fjmrh. (Björn Ólafsson):

Vegna þess að á morgun á hin nýja landbúnaðarvísitala að koma til framkvæmdar, vill ríkisstj. ekki láta undir höfuð leggjast að vekja athygli hv. Alþ. á því, að svo getur ekki orðið án aðgerða þingsins. Ég vil benda á, að verðlag hlýtur að hækka í samræmi við hina nýju vísitölu, og þessi verðhækkun hlýtur að hafa áhrif á vísitölu framfærslukostnaðar, þannig að hann hlítur að hækka mjög á næstu mánuðum. Undanfarið hefur framfærsluvísitölunni verið haldið niðri um nálega 14 stig með framlagi úr ríkissjóði. Ríkisstj. telur gagnslítið, eins og nú horfir, að halda þessum greiðslum áfram og mun því láta þær niður falla frá deginum í dag að telja, nema Alþ. geri aðrar ráðstafanir.