14.09.1944
Sameinað þing: 41. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2019 í B-deild Alþingistíðinda. (5580)

Landbúnaðarvísitala og kjötverð

Ásgeir Ásgeirsson:

Þó að þetta sé fundur Sþ., en það sé fjhn. Nd., sem hefur frv. hæstv. ríkisstj. um dýrtíðarmál til meðferðar, þykir mér rétt að geta þess, að n. hefur ekki talið sér fært að afgreiða málið fyrir 15. sept. N. fékk málið til meðferðar fyrir þrem dögum, og munu í n. hafa komið fram tvær till. um bráðabirgðaafgreiðslu, önnur að heimila ríkisstj. að greiða uppbætur vegna þeirrar verðhækkunar, sem orðið hefur samkvæmt útreikningi hagstofunnar, en hin að framlengja óbreytt til bráðabirgða það ástand, sem ríkir um verðlagsuppbót. Á fundi í morgun voru ekki allir nm. við því búnir að taka ákvörðun um, hvorri leiðinni skyldi fylgt, en að loknum þessum fundi verður haldinn fundur aftur í n., og fer þá fram atkvgr. um báðar þessar till. Síðan kemur til kasta þ. að halda fleiri fundi síðar í dag, ef einhver afgreiðsla á að fást á þessum málum.