15.09.1944
Neðri deild: 50. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í B-deild Alþingistíðinda. (566)

143. mál, fjárlög 1945

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Ég viðurkenni, að þetta fjárlfrv. hefði átt að vera þegar lagt fram. En til þessa dráttar liggja nokkrar ástæður. Frv. er að vísu svo gott sem tilbúið, en bæði hefur það nú dregizt lengur en gert var ráð fyrir, af því að örðugra virðist að koma endunum saman en oft hefur áður verið. Það, sem gerzt hefur síðustu dagana, hefur einnig valdið frekari drætti. Þar sem mér þótti sýnt, að núverandi ríkisstj. mundi biðjast lausnar, þá leit ég svo á, að betur mundi henta, að sá maður, sem við tæki, bæri frv. fram, og þá með þeim breyt., sem hann vildi vera láta. Ég færði þetta hins vegar í tal við fjvn. í gærmorgun ætla ég, og lét hún í ljós, að hún vildi gjarnan, að frv. yrði sett fram, hvað sem stjórnarskiptunum liði. Og það er unnið að því að leggja síðustu hönd að því. Geri ég því ráð fyrir, að ekki líði á löngu, þangað til það verður lagt fyrir.