16.02.1945
Sameinað þing: 94. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 599 í D-deild Alþingistíðinda. (5767)

242. mál, vinnuhæli berklasjúklinga

Pétur Ottesen:

Ég ætlaði ekki að blanda mér í þetta mál, enda ekki þörf, þar sem hv. 1. þm. Rang. hefur haldið á því svo, sem þörf gerðist. Ég vil aðeins benda á, að það er eðlismunur á þeirri brtt., sem hér er borin fram af nokkrum hv. þm., og þeirri till., sem hér var samþ. síðast í þessu máli. Það, sem hv. 1. þm. Rang. hefur lagt til, er samkvæmt vilja landlæknis og berklayfirlæknis. En þeir telja það ekki eðlilegt, að ríkið fari að launa embættismenn við einkastofnun.

Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta fremur en orðið er, þar eð öllum mun málið nægilega ljóst.