26.02.1945
Sameinað þing: 97. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 696 í D-deild Alþingistíðinda. (5864)

224. mál, virkjun Fljótaár

Skúli Guðmundsson:

Hv. 7. þm. Reykv. reyndi að bera sig borginmannlega. Það er öllum kunnugur ferill hans og félaga hans í þessu máli. Fyrst er samþ. ábyrgð fyrir 6 millj. kr., svo er beðið um 2 millj. kr. í viðbót, svo er komið í þriðja sinn og beðið um 5 millj. kr. Þegar beðið var um 6 millj., var fullyrt, að það mundi duga, og þeir voru taldir fjandmenn Siglufjarðar, sem ekki vildu á þetta fallast. Ég held, að það sé bezt fyrir hv. 7. þm. Reykv. að tala sem minnst um skipbrotsmenn; ef einhver hefur brotið skip sitt í þessu máli, þá er það hann og aðrir slíkir menn.