26.02.1945
Sameinað þing: 97. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 696 í D-deild Alþingistíðinda. (5865)

224. mál, virkjun Fljótaár

Frsm. 3. minni hl. (Helgi Jónasson):

Mér kemur það einkennilega fyrir sjónir, þegar hv. 2. landsk. fer að bera mér á brýn eyðslusemi. Ég held, að hann ætti að líta í eigin barm. Ég var svo mikil eyðslukló, af því að ég hafði fengið ríkisábyrgð fyrir einni línu til sveitabæja í Rangárvallasýslu, en það er búið að samþ. hér á Alþ. ábyrgðir fyrir fjöldamörg kauptún og kaupstaði; en þarna er sveitaþorp, og þangað mátti ekki leggja rafmagn að dómi hv. þm. Það er sama sagan eins og alltaf er hjá þessum hv. þm. og hans flokksmönnum. Ég vil líka segja það, að þó að síldarverksmiðjur gefi góðan arð, þá geta komið þeir tímar, að Siglufjarðarbæ finnist vera baggi að hafa þær.