02.03.1945
Sameinað þing: 99. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 697 í D-deild Alþingistíðinda. (5870)

224. mál, virkjun Fljótaár

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég verð að segja, að mig undrar á ummælum hæstv. atvmrh. um þessa brtt. mína, að hún sé fallin til að vekja ýfingar. Hér hafa verið samþ. 5 ábyrgðarheimildir, þar sem stj. er falið að ábyrgjast miklu lægri upphæðir, og ég vil benda hæstv. ráðh. á það, að þetta sama skilyrði er sett í öll hafnarl. Ég vil ekki eyða tíma í að ræða þetta, ég vil aðeins benda hæstv. forseta á, að ef till. 1252 verður samþ., verð ég að taka mína till. aftur, vegna þess að hún er stíluð við þá gr., sem þá félli burt úr þáltill.