06.09.1944
Sameinað þing: 39. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 728 í D-deild Alþingistíðinda. (5936)

79. mál, endurskoðun stjórnskipunarlaga

Forseti (GSv):

Ég skal þegar víkja að þeim orðum, sem hv. 6. þm. Reykv. beindi til forseta, um álit á fram kominni till. að forminu til, um að skipa n. í málið eða vísa til n. Hv. 4. þm. Reykv. bar fram í sinni frumræðu þá till., að þessari till. yrði vísað til allshn. Nú hefur komið fram brtt. við hina till. frá hv. 6. þm. Reykv., að máli þessu verði vísað til n. þeirrar í Sþ., sem á öndverðu þingi var skipuð til að fjalla um sambandsslit við Danmörku.

Það er nýlegt til að vitna í, að í hv. Nd. var málinu vísað til hv. stjórnarskrárn. þeirrar d., sem skipuð var til að athuga lýðveldisstjórnarskrána. Að formi til er því ekki neitt því til fyrirstöðu, að slíkri n. sem þessari sé falið að fjalla um þetta mál.