02.03.1945
Sameinað þing: 99. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 789 í D-deild Alþingistíðinda. (6011)

236. mál, húsaleiguvísitala

Sigurður Kristjánsson:

Við þetta er aðeins það að athuga, að þarna fer hv. allshn. eftir hviksögum um það, að menn fari eftir húsaleigul., en hvers vegna heimtaði n. ekki sannanir fyrir því, að menn færu ekki eftir húsaleigul. og tækju hærri húsaleigu en þeim bæri, því að það er vitanlega viðbót við húsaleiguna, að húseigendur láta leigjendur sjá um viðhaldið? Það er því misskilningur af opinberri n. úr þ., að hún skuli ekki hafa heimtað sannanir fyrir því, að l. hafi ekki verið brotin. Húseigendur eiga að koma og sanna, að þeir hafi sjálfir séð um viðhaldið.

Það er og ekki rétt hugsað hjá hv. n., þegar tveir aðilar deila, sem eru kauplagsn. og Fasteignaeigendafélagið, að segja: þessu er öllu borgið, ef annar aðilinn, — sem sé kauplagsn. —, sker úr um málið. Ég hef ekki ástæðu til að fullyrða um, að kauplagsn. hafi rangt fyrir sér, og dettur mér það ekki í hug, en ég fullyrði, að það sé skylda hæstv. ríkisstj. og hv. Alþ. að fá úr því skorið, hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér.