17.10.1944
Sameinað þing: 56. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 877 í D-deild Alþingistíðinda. (6145)

167. mál, verðlagsvísitalan

Brynjólfur Bjarnason:

Það er ekki vísitölufyrirkomulaginu að kenna, að við fáum ekki nýmeti á sumrin. Það er vandamál út af fyrir sig, sem ekki verður leyst með því að breyta útreikningi vísitölunnar. Og ég vildi ekki sæta þeirri lausn að fá vöruna gegn því að samþykkja beina fölsun vísitölunnar. Hitt er annað mál, að gera þarf ráðstafanir til að neytendur geti fengið nýmeti á sumrin. En það er, sem sagt, vandamál út af fyrir sig, sem ekki er rétt að blanda inn í þetta mál.