19.10.1944
Sameinað þing: 58. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í D-deild Alþingistíðinda. (6158)

167. mál, verðlagsvísitalan

Skúli Guðmundsson:

Ég skal ekki lengja þessar umr. En það er aðeins eitt atriði í ræðu hv. 2. þm. Reykv., sem ég vildi ekki láta ómótmælt. Hann hélt því fram í sinni ræðu, að ríkissjóður greiddi verðuppbætur á kjöt, sem hefði skemmzt og hefði verið fleygt, og jafnvel skildist mér á honum, að neytendur yrðu að greiða fyrir þessa vöru. Þetta er vitanlega tilhæfulaust með öllu. Ríkissjóður borgar engar uppbætur á þá vöru, sem skemmist og ekki er söluhæf og verður að fleygja, og enginn einstaklingur hefur heldur greitt svo mikið sem einseyring fyrir þessa vöru.