29.09.1944
Neðri deild: 58. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 939 í D-deild Alþingistíðinda. (6305)

109. mál, samgöngubætur frá Reykjavík austur í Ölfus

Atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Herra forseti. — Eins og hv. fyrirspyrjandi gat um, var þál. um ákvörðun og framkvæmd gagngerðra samgöngubóta frá Reykjavík austur í Ölfus samþ. á Alþ. 10. marz 1944. Eins og ég gat um áðan, er þessi till. yfirgripsmeiri en sú fyrri, en að efni til eru þær mjög svipaðar, og var því suðsætt, að eðlilegt væri, að bæði þessi mál væru meðhöndluð í einu lagi af einni og sömu n. Í samræmi við þessa þál. skipaði svo hæstv. Alþ. 5 manna n., og voru fjórir þeirra kosnir hlutbundinni kosningu í sameinuðu þingi, en vegamálastjóri var fimmti maður í n. og formaður hennar. Af þessum ástæðum er það, að ráðuneytið hefur ekki haft mikil bein afskipti af þessari þál. eða störfum n. Eigi að síður, í tilefni af þessari fyrirspurn, sem hér er borin fram, og af því að formaður n. er embættismaður, sem heyrir undir ráðuneytið, hef ég spurzt fyrir um, hvað nefndarstörfum líður og hvenær líkur séu til, að þeim ljúki. Svar við þessu er á þá leið, að n. hefur nokkuð rætt þessi mál. Mælingum er að mestu lokið á þeim leiðum, sem líklegastar eru taldar. Nokkuð hefur verið unnið úr mælingum, annazt upplýsingar um flutningamagn og gerður undirbúningur að kostnaðaráætlun. Þetta er það, sem n. hefur þegar unnið í sambandi við þessa þál. Vegamálastjóri gat þess, að störf n., undirbúningsrannsóknir og kostnaðaráætlun, séu mjög umfangsmikil og hljóti að taka langan tíma. Hann segir og, að þessum athugunum miði seinna áfram fyrir það, að mjög skorti aðstoð verkfróðra manna í sinni þjónustu. Eigi að síður er það ætlun hans sem formanns n. að láta halda þessu verki áfram svo hratt sem kostur er. Þetta er það, sem ég get upplýst um málið.