08.12.1944
Sameinað þing: 73. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í B-deild Alþingistíðinda. (631)

143. mál, fjárlög 1945

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. — Ég flyt hér nokkrar brtt. við stjfsv., sem ég vildi gera grein fyrir með nokkrum orðum.

Á þskj. 612, XXVII og XXX, eru þrjár till. viðvíkjandi hafnarbótum og lendingarbótum. Farið er fram á 30 þús. kr. fjárveitingu. til Ólafsvíkurhafnar, og er tilgangurinn sá að dýpka höfnina þar, en það hefur lengi staðið til. — Í öðru lagi er farið fram á 30 þús. kr. fyrir Arnarstapa, og er tilætlunin að nota féð til þess að leggja veg niður að höfninni þar, en svo er ástatt um höfnina, að hún hefur komið að litlu liði, vegna þess að ekki er hægt að aka bifreiðum niður að henni. — Þessi tvö ofangreind mál hafa verið undirbúin af vitamálastjóra, og hef ég því ekki ástæðu til að halda annað en þessar fjárveitingar verði upp teknar í fjárl., enda er hér um mikið nauðsynjamál að ræða: Áleit vitamálastjóri, að framkvæmdir gætu hafizt á vori komanda. Ég skal geta þess, að kostnaður við þessar framkvæmdir er gegn helmings framlagi úr hreppssjóði.

Þá fer ég og fram á 10 þús. kr. fjárveitingu til lendingarbóta á Hellnum. Þaðan róa nokkrir bátar; og er tilætlunin að sprengja grjót og hlaða garð út í sker, sem er þar rétt fyrir utan. — Á sama þskj., XXXI, 2, á ég og brtt., er fer fram á 15 þús. kr. til byggingar Hellnakirkju. Á síðasta þingi flutti ég sams konar till., en þá voru ekki samþ. fjárveitingar nema til þriggja kirkna, en hinar allar felldar og þ. á m. mín till. Mér kom því ekki til hugar, að fjvn. mundi fallast á byggingarstyrki til kirkna, sem hún hefur verið á móti hingað til, og sendi því fjvn. ekki till. í þessa átt. En þar sem n. flytur nú sjálf till. um byggingarstyrki til sex kirkna og þar með um nokkrar, sem voru felldar í fyrra, þá þykir mér sjálfsagt, að vænta megi, að hún taki upp till. mína um fjárveitingu í þessu skyni.

Næsta till. mín er viðvíkjandi amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Amtsbókasafnið er í gömlu húsi, og hefur mikið verið um það rætt að byggja hús að nýju, og er kostnaður við það áætlaður um 70 þús. kr. Alls munu vera til um 30 þús. kr. til þessa eða tæplega helmingur kostnaðarins. Það hefur verið farið fram á það við mig að flytja tili. um 35 þús. kr. styrk, en ég fer fram á það sama og ætlað er til bókasafnsins á Ísafirði.

Þá er það um styrk til skrúðgarðs kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi, og flyt ég þá till. samkv. beiðni kvenfélagsins. Segir svo í bréfi frá kvenfélaginu Hringnum, með leyfi hæstv. forseta:

„Kvenfélagið Hringurinn hefur um nokkurra ára skeið unnið að því að koma upp skrúðgarði í Stykkishólini, þar sem ræktaðar væru trjáplöntur, runnar, blómplöntur og nokkrar nytjajurtir....“ Og enn fremur segir þar: „Á síðastliðnum vetri hefur verið gengið frá skipulagsuppdrætti fyrir Stykkishólinskauptún. Er þar gert ráð fyrir, að garður félagsins verði stækkaður allinikið. Mundi hann þá verða hin mesta prýði fyrir kauptúnið.“ —

Loks er á sama þskj. till. um Magnús Friðriksson hreppstjóra og konu hans. Árið 1921 létu þau Staðarfell af hendi við ríkið og hafa haft árlega 3000 kr. lífeyri, en í fyrra var þetta fært niður í 2400 kr. Hér er því einungis um lagfæringu að ræða, en ekki hækkun.

Á þskj. 649 eru tvær brtt. Önnur er um það að verja allt að 50 þús. kr. til samgöngubóta milli Ólafsvíkur og Hellissands. Nú er svo um þessa fjárveitingu, að vegamálastjóri taldi ekki ráðlegt að nota hana alla í einu, fyrr en reynt væri, hvort ekki væri hægt að fá hentugri bifreið, sem hægt væri að nota fyrir Ólafsvíkurenni. Hin till. er þess efnis að verja allt að 20 þús. kr. til kaupa á hentugri bifreið til þess að halda uppi samgöngum undir Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi. Ég hef skýrt frá því áður hér á þingi, hversu erfitt er að leggja veg þarna sökum vatnsaga, og hef því lagt til, að fenginn yrði hentugur bíll til þess að halda uppi samgöngum, þótt það væri ekki fullnægjandi. — Fleiri till. flyt ég eigi.