10.10.1944
Efri deild: 56. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 968 í D-deild Alþingistíðinda. (6374)

144. mál, línurit yfir vegi

Fyrirspyrjandi (Gísli Jónsson):

Ég vil þakka hæstv. atvmrh. greinagóð svör við fyrirspurninni um línurit yfir vegi og vona, að því verki verði hraðað. En því vildi ég beina til hans, að jafnvel þótt ekki fengist á þessu þingi yfirlit yfir annað en aðalvegina, væri það mikilsvert. Þótt annað yrði að bíða, væri það minni skaði. Ég hygg, að vegamálastjóri hafi mest af því, sem þarf, í sínum fórum og í skýrslum, enda sá ég, að hann hefur gefið út vegakort í tilefni af lýðveldisstofnuninni. — Ég þakka einnig hæstv. ráðh. svör hans í þessu sambandi um mál, sem var hér á dagskrá í gær.