11.03.1944
Sameinað þing: 30. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2055 í B-deild Alþingistíðinda. (6398)

Þingfrestun

Eysteinn Jónsson:

Ég vil leyfa mér að þakka hæstv. forseta fyrir góða samvinnu á þessu þýðingarmikla þingi, sem nú er verið að fresta. þakka honum fyrir skörulega fundarstjórn og góða stjórn á störfum Alþingis yfirleitt. Ég óska honum góðrar heimferðar og vona, að við hittumst heilir á komandi vori til að sinna þessum störfum. Ég bið svo hv. alþm. að taka undir þessa ósk með því að rísa úr sætum. [Þm. risu úr sætum.]