11.03.1944
Sameinað þing: 30. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2055 í B-deild Alþingistíðinda. (6400)

Þingfrestun

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Herra forseti. — Þar sem Alþ. hefur nú samþ. þáltill. á þskj. 194, leyfi ég mér að lesa upp bréf ríkisstjóra, sem hljóðar svo:

„Ríkisstjóri Íslands gerir kunnugt: Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis frá 11. marz þ. á. þar til síðar á árinu, þó eigi lengur en til 10. júní n.k.

Gert í Reykjavík 9. marz 1944.

Sveinn Björnsson.

(L. S.)“

Samkvæmt umboði því, sem mér er veitt með þessu bréfi, lýsi ég yfir því, að fundum Alþingis er nú frestað, þó eigi lengur en til 10. júní n.k.

Ég leyfi mér að þakka fyrir hönd ríkisstj. alþm. fyrir gott viðmót og góða samvinnu og óska, að við hittumst allir heilir í vor.