02.09.1944
Sameinað þing: 37. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2057 í B-deild Alþingistíðinda. (6413)

Setning þings af nýju

Forseti (GSv):

Samkvæmt því, sem nú hefur verið lesið, hef jast aftur fundir Alþingis, og verður þeim fram haldið eins og við á.

Á 62. fundi í Sþ., 25. okt., utan dagskrár, mælti forseti (GSv): Ég skal tilkynna, áður en gengið er til dagskrár, að hæstv. ríkisstjórn hefur óskað eftir því við forseta Alþingis, að fundum þess verði frestað um hálfs mánaðar skeið, og verður það nú gert frá og með deginum á morgun að telja. Verða þá engir fundir haldnir þennan tíma, nema hæstv. ríkisstjórn óski þess. Þó halda nefndafundir og nefndastörf áfram þennan tíma, eftir því sem þörf er á.