18.12.1944
Sameinað þing: 78. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 632 í B-deild Alþingistíðinda. (671)

143. mál, fjárlög 1945

Sigurður E. Hlíðar:

Herra forseti. — Ég skal lofa því að vera ekki langorður. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um þetta fjárlfrv., en það, sem hefur gefið mér tilefni til að kveðja mér hljóðs, er það, að ég á eina brtt. á þskj. 743, XI. Ég og fjórir aðrir hv. þm. eiga þar till. um styrk til kirkjubygginga, sem hafa valdið nokkrum umr., eins og heyra mátti á ræðu hv. frsm. En það einkennilega er við þessa till. og tilorðningu hennar af okkar hálfu, að sjálf n. hefur borið slíka till. fram í brtt. sínum á þskj. 579, þegar frv. var til 2. umr. Þegar til atkvgr. kom, þóknaðist n. að draga till. til baka, og menn héldu, a.m.k. aðstandendur þessarar till., að n. hefði fengið einhverja bakþanka, en það kemur fram í dag, að það eru meira en bakþankar, það hafa verið gersamleg sinnaskipti, sem urðu hjá n., því að hún heyktist á þessum till., og þær komu ekki fram aftur. Þessi till. okkar fer fram á samtals 85 þús. kr. og er um byggingarstyrk til sex kirkna. Ég á sem sagt fyrsta liðinn, en það stendur dálítið sérstaklega á um þann lið. Ég veit, að hv. þm. þekkja það frá fyrri tíð, því að þetta er ekki nýtt um Akureyrarkirkju. Það er rangnefni að kalla þetta styrk til hennar, því að ég hef aldrei farið fram á styrk til kirkjunnar, heldur hef ég talið það réttláta kröfu, sem Akureyri ætti á ríkissjóð.

Þeir, sem vilja vita rétt þessa máls, mega rifja það upp, að á Akureyri var lénskirkja, og átti hún miklar eignir, sem ríkið tók undir sig, þegar hún varð að safnaðarkirkju. Vegna þessa fór kirkjan fram á að fá greiddar fyrir þessar eignir 50 þús. kr. Þáverandi ríkisstj. gekk inn á, að Akureyri bæri að fá greidda einhverja upphæð fyrir kirkjueignina, og þóknaðist að leggja til, að endurgreiddar yrðu 30 þús. kr. Ég gerði mig ekki ánægðan með þetta, og tvisvar síðan hafa fengist 5 þús. kr., svo að af 50 þús. kr. eru nú 40 þús. greiddar. Þegar fjvn. gerði nú till. sína á þskj. 579, varð ég ánægður með það og taldi málinu lokið. En þegar n. sá sig um hönd, vildi ég taka upp till. um sömu fjárhæð og tel mig hafa fulla afsökun að gera það. Geri ég þetta ásamt fjórum þm., sem hver ber fram mál sinnar kirkju. Ég þarf ekki mjög að ræða það mál, ég býst við, að hv. fjvn. geti verið með þessari till. Ég veit, að margir hinir söfnuðirnir eru fátækir og þurfa þessa mjög. Hér er ekki um neina nýja stefnu að ræða, því að slíkir styrkir hafa fyrr verið veittir. Eitt sinn t.d. fauk kirkja, og voru þá veittar 15 þús. kr. til endurbyggingar. Ég held, að stóra liði á frv. mætti fremur spara en þetta.

Úr því að ég stóð upp, langar mig mjög til að minnast á brtt. á þskj. 746 frá hv. þm. Mýr. Brtt. er ekki um hækkun, heldur fer fram á, að af fé, sem menntamálaráð úthlutar til námsmanna, skuli 6 þús. kr. bundnar við nafn Páls Pálssonar dýralæknis til framhaldsnáms í búfjársjúkdómafræði. Svo einkennilega vill til, að þarna er maður, sem þorir að fara út í sérfræðinám á þessu sviði. Mörg axarsköft hefðu verið spöruð, ef ekki hefði skort þá sérmenntun hér á landi. Páll Pálsson hefur ágætt próf, lá við ágætiseinkunn, og er þó dýralæknispróf mjög erfitt. Hann er framúrskarandi námsmaður og líklegur til vísindastarfa. Háskólinn vildi gjarnan ná honum í þjónustu sina. Mér finnst það nokkur ábyrgð fyrir okkur að reyna ekki að hygla svo efnilegum, efnalitlum mönnum, sem við þörfnumst mjög til starfa, að við missum þá ekki. Ég á sjálfur son, sem er á leið heim. Honum bauðst staða í Danmörku eftir dýralæknispróf. Ég kaus, að hann tæki við mínu gamla embætti, en það var mjótt á mununum, að ég missti hann ekki. Ég veit, hvað ég er að fara, þegar ég mæli fastlega með því, hv. þm., að þið samþ. þessa till., hún getur haft stórkostlega þýðingu