18.12.1944
Sameinað þing: 78. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í B-deild Alþingistíðinda. (684)

143. mál, fjárlög 1945

Eiríkur Einarsson:

Herra forseti. — Ég skal fúslega gangast við því, að ég hef aldrei talið Krýsuvíkurveginn fullkomna lausn á samgöngumálum Sunnlendinga. En ég var því þó fylgjandi; að Krýsuvíkurvegurinn væri lagður, því að hann hlaut þó ávallt að verða einhverjum til góðs.

Hv. 1. þm. Rang. hefur snúizt frá sunnudegi til mánudags, til blíðlegs meðhalds með skólanum. Hann er snúinn við á veginum eins og Páll frá Tarsos. — Við erum ekki eins vel hestaðir og Rangæingar, sem eru hinir mestu reiðmenn, en — festina lente.

Ég vil segja það við hann, að ákvörðunin um skólann í Skálholti er enn í hvítavoðum og við höfum ekki hugsað okkur að bera fram nokkrar brtt. En af því að okkur er það hjartans mál, að skólamálið nái fram að ganga, vil ég segja við hann: Vertu blessaður, og feginn vil ég eiga þig að næsta ár.