19.12.1944
Sameinað þing: 79. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (700)

143. mál, fjárlög 1945

Sveinbjörn Högnason:

Þar sem búið er að eyðileggja undirbúning bændaskólans á þeim stað, sem líklegast er að reisa hann, og það fyrir forgöngu þm. Árn., og þar sem þm. Árn., eftir að þeir hafa fengið skólann þangað, sem þeir vildu, vilja ekki heldur greiða fé til hans þar og það virðist vera aðaláhugamál þeirra að stöðva hann, þá vil ég, þótt ég telji ófært að reisa hann í Skálholti, til að bjarga skólanum og eyðileggja hann ekki alveg segja já.